Tíkin Bell var níu mánaða og eins og vænta má af hundum á þessum aldri var hún forvitin um umhverfi sitt og hljóp fram og til baka til að skoða það og rannsaka. En hún át líka blágræna þörunga sem hún fann í fjöruborðinu en þeir geta verið lífshættulegir.
Sú var einmitt raunin í þessu tilfelli og aðeins liðu 30 mínútur þar til Bell var dauð. Vefmiðillinn 24blekinge hefur eftir Ylva Trygger dýralækni að það sé nokkuð algengt að hundar drepist úr þörungaeitrun. Blágrænir þörungar innihaldi eitur sem hafi áhrif á taugakerfið og lifrina.
David birti færslu á Facebook þar sem hann varar hundaeigendur við hættunni sem getur stafað af þörungum.
Trygger segir að gott sé að vera alltaf með vatn meðferðis og gæta þess að hundurinn drekki aðeins ferskvatn en ekki saltvatn og alls ekki éta þang eða fara út í óhreint vatn.