fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Ekki láta hundinn þinn éta þetta – Þessi hvolpur drapst á 30 mínútum eftir að hafa étið þetta

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaeigendur vita vel að það eru margar hættur sem leynast þar sem hundar eru á ferð enda eru þeir gjarnir á að vilja éta ýmislegt. Það er erfitt að hafa algjöra stjórn á hvað þeir láta ofan í sig þegar verið er úti með þá og sérstaklega ef þeir eru ekki í taumi. David O’Connor leyfði Springer Spaniel-hvolpinum sínum, Bell, einmitt að hlaupa lausum um á strönd í Skotlandi þar sem hann býr.

Tíkin Bell var níu mánaða og eins og vænta má af hundum á þessum aldri var hún forvitin um umhverfi sitt og hljóp fram og til baka til að skoða það og rannsaka. En hún át líka blágræna þörunga sem hún fann í fjöruborðinu en þeir geta verið lífshættulegir.

Sú var einmitt raunin í þessu tilfelli og aðeins liðu 30 mínútur þar til Bell var dauð. Vefmiðillinn 24blekinge hefur eftir Ylva Trygger dýralækni að það sé nokkuð algengt að hundar drepist úr þörungaeitrun. Blágrænir þörungar innihaldi eitur sem hafi áhrif á taugakerfið og lifrina.

David birti færslu á Facebook þar sem hann varar hundaeigendur við hættunni sem getur stafað af þörungum.

Facebook-færsla David.

Trygger segir að gott sé að vera alltaf með vatn meðferðis og gæta þess að hundurinn drekki aðeins ferskvatn en ekki saltvatn og alls ekki éta þang eða fara út í óhreint vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann