Talsmenn Southwest Airlens segja að flogið hafi verið með hjartað frá Kaliforníu til Seattle þar sem það átti að fara á sjúkrahús þar sem átti að taka loka úr því svo hægt væri að nota hann aftur. En það gleymdist að taka hjartað úr flugvélinni og því hélt það áfram í átt til Dallas.
BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að hjartað sjálft hafi ekki verið ætlað neinum sérstöku sjúklingi.
Farþegum í vélinni brá í brún þegar flugstjórinn sagði þeim af hverju þyrfti að snúa við. Þegar vélin lenti í Seattle var hjartað flutt á sjúkrahús og fylgir sögunni að það hafi ekki orðið fyrir skemmdum vegna þessara mistaka.