fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Naktir Danir – Kynlíf – Kameldýr – Eigandi þeirra – Hvernig tengist þetta allt saman? – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 08:05

Mynd/Andreas Hvid. Kaíró, höfuðborg Egyptalands er í bakgrunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur valdið miklu fjaðrafoki í Egyptalandi að danskt par birti nektarmyndir af sér sem voru teknar á toppi Keopspýramídans og ekki nóg með það heldur birtu þau einnig myndband af sér að stunda kynlíf á topp pýramídans.

DV skýrði frá málinu fyrr í vikunni.

Egypsk yfirvöld eru nú að rannsaka málið en það er stranglega bannað að fara upp á pýramídan og þá er nekt á almannafæri og hvað þá kynlíf ekki eitthvað sem fer vel í Egypta og alls ekki þegar pýramídarnir eru í einu aðalhlutverkanna. Nú hafa eigandi kameldýra og kona verið handtekin vegna málsins en þau eru grunuð um að hafa aðstoðað Danina við að komast upp á topp pýramídans.

Egypsk yfirvöld segja að konan hafi komið Dönunum í samband við eiganda kameldýranna sem hafi farið með parið að pýramídanum gegn greiðslu. Konan og eigandi kameldýranna hafa játað sök og bíða nú réttarhalda.

Danski karlmaðurinn, Andreas Hvid, 23 ára, birti myndband á YouTube af ferðinni upp á topp pýramídans og þegar samferðakona hans afklæddist þar. Myndbandið hefur fengið margar milljónir áhorfa og hefur vakið mikla reiði í Egyptalandi eins og fyrr segir. Margir hafa tjáð sig um myndbandið í athugasemdakerfinu á YouTube og lýst yfir óánægju sinni með þetta uppátæki Dananna sem þeir segja óviðeigandi og vanvirðing við þær menningargersemar sem pýramídarnir eru.

Ekstra Bladet hafði eftir Andreas Hvid að hann hafi lengi átt sér þann draum að komast upp á topp pýramídans og taka myndir þar.

„Ég held mig fjarri Egyptalandi í framtíðinni því ég á líklegast dóm yfir höfði mér ef ég fer aftur þangað.“

Sagði hann í samtali við Ekstra Bladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut