fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hefur þú hugsað út í allar náttúruhamfarir ársins? Kannski eru sumar þeirra okkur að kenna – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 06:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2017 skall mikil hitabylgja á sunnanverðri Evrópu og varð bæði mönnum og dýrum að bana enda náði hitinn rúmlega 40 gráðum. Íbúar í Bangladesh glímdu við mikil flóð þar sem þriðjungur landsins var undir vatni vegna flóða. Við strendur Ástralíu var mikil hitabylgja sem hafði mikil áhrif á Tasmaníuhaf þar sem vistkerfin sködduðust. Allar þessar náttúruhamfarir eiga það sameiginlegt að að vera líklegast afleiðing, að hluta til að minnsta kosti, hnattrænnar hlýnunar af manna völdum.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, Explaining Extreme, sem var birt í vikunni í Bulletin of the American Meteorological Society.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er búið að safna saman myndbrotum af fimm verstu náttúruhamförum síðasta árs en þessar hamfarir koma einmitt við sögu í fyrrgreindri skýrslu.

Í fréttatilkynningu frá Bulletin of the American Meteorological Society segir Jeff Rodenfeld, ritstjóri, að rannsóknin sýni að hnattræn hlýnun haldi áfram að auka öfgar í veðurfari. Skýrslur hafa verið birtar undir heitinu ´Explaining Extremes´ á hverju ári síðan 2011 en í þeim reyna vísindamenn að varpa ljósi á hvaða náttúruhamfarir urðu af völdum hnattrænnar hlýnunnar. Í nýju skýrslunni er fjallað um náttúruhamfarir sem hefðu ekki orðið nema vegna áhrifa okkar mannanna á loftslagið en þetta er í annað sinn sem vísindamenn segja að slíkar hamfarir hafi orðið. Þar er um að ræða mikinn sjávarhita við strendur Austur-Afríku sem orsökuðu þurrka með tilheyrandi matarskorti fyrir sex milljónir manna í Sómalíu.

Vísindamennirnir rannsökuðu 16 náttúruhamfarir á síðasta ári en 120 vísindamenn komu að rannsókninni. Þessar hamfarir áttu sér stað í sex heimsálfum og tveimur höfum. Söguleg gögn voru borin saman við gögn síðasta árs og reiknilíkön notuð til að sjá hversu mikil áhrif loftslagsbreytingarnar hafa haft á umfang þessara hamfara.

Meðal niðurstaðna rannsóknarinnar er að nú séu þrisvar sinnum meiri líkur á miklum hitabylgjum í Suður-Evrópu en var 1950. Einnig eru tvöfalt meiri líkur á flóðum í Bangladesh en 1950. Það er hlýnun heimshafanna sem hefur einna mest áhrif á náttúruhamfarirnar en hún gæti ekki hafa orðið nema vegna áhrifa okkar manna á umhverfið að sögn vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í