fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

130 óupplýst morð í suðurhluta Svíþjóðar – Lögreglan biður almenning um aðstoð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 14:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn birti sænska lögreglan nýjar upplýsingar um 15 óupplýst morðmál í suðurhluta Svíþjóðar. Þar eru 130 óleyst morðmál, þau elstu frá 1991, í rannsókn hjá lögreglunni. Hún vonast til að almenningur geti aðstoðað við lausn málanna og birtir því áður óbirtar upplýsingar um málin í þeirri von að fólk tengi við málin og komi með nýjar upplýsingar.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Bo Lundqvist, talsmanni lögreglunnar, að staðan í þessum málaflokki sé mikið áhyggjuefni um allt land. Ný mál komi í sífellu inn og því hafi ekki verið tími til að vinna í eldri málum. Hann stýrir þeim hópi lögreglunnar í suðurhluta Svíþjóðar sem rannsakar gömul óupplýst morðmál.

Til samanburðar má nefna að í Noregi eru 31 óleyst morðmál á borði sérstaks rannsóknarhóps sem rannsakar gömul óupplýst morðmál. Í Svíþjóð eru rúmlega 500 slík mál til rannsóknar og fer sífellt fjölgandi því lægra hlutfall morða er upplýst en áður.

Frá tíunda áratug síðustu aldar voru um 80 prósent allra morðmála í Svíþjóð upplýst en á síðustu árum hefur sigið á ógæfuhliðina hvað þetta varðar. 2015-2016 voru 56 myrtir í átökum glæpagengja og náði lögreglan aðeins að leysa fimmtung þeirra mála.

Um tvær milljónir manna búa á því svæði sem lögreglan í suðurhluta Svíþjóðar sinnir en flest morðanna hafa átt sér stað í Malmö, Karlskrona og Helsingborg. Í heildina hafa 42 verið skotnir til bana í Svíþjóð á árinu og 129 særðir. 13 hinna látnu voru skotnir til bana í Malmö. Í heildina hefur lögreglan fengið tilkynningar um 272 skotárásir það sem af er ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“