Sænska lögreglan og öryggislögreglan Säpo réðust gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í Gautaborg í nótt. Einn var handtekinn, grunaður um að vera að undirbúa hryðjuverk, og margir voru færðir til yfirheyrslu. Leitað var í fjölmörgum húsum í og við borgina.
Talsmenn lögreglunnar segja að málin hafi alþjóðleg tengsl. Lögreglumenn víða að úr vesturhluta landsins tóku þátt í aðgerðunum auk sérsveitarmanna.
Ráðist var til atlögu á grunni margvíslegra upplýsinga sem lögreglan hafði aflað sér að undanförnu.