Nordjyske skýrir frá þessu. Haft er eftir Michael Brauner, forstjóra lækninga, að þegar í ljós kom í síðustu viku að starfsmaðurinn væri með berkla hafi yfirlæknir lungnadeildar sjúkrahússins verið beðinn um að leggja mat á hvort fleiri gætu verið smitaðir.
Ákveðið hafi verið að taka enga áhættu í þessu máli og því hafi allir þeir, sem gætu hugsanlega hafa smitast, verið kallaðir inn til rannsókna. Blóðprufur eru teknar úr fólkinu og það getur síðan þurft að mæta aftur í blóðprufu eftir þrjá mánuði en það veltur á niðurstöðu fyrri prufunnar.