fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Óttast að heilbrigðisstarfsmaður hafi smitað 440 sjúklinga af berklum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 08:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld óttast að heilbrigðisstarfsmaður hafi smitað 440 sjúklinga af berklum á háskólasjúkrahúsinu í Álaborg í Danmörku. Sjúklingarnir og aðrir sem hafa átt í samskiptum við manninn hafa verið kallaðir til rannsókna á sjúkrahúsinu.

Nordjyske skýrir frá þessu. Haft er eftir Michael Brauner, forstjóra lækninga, að þegar í ljós kom í síðustu viku að starfsmaðurinn væri með berkla hafi yfirlæknir lungnadeildar sjúkrahússins verið beðinn um að leggja mat á hvort fleiri gætu verið smitaðir.

Ákveðið hafi verið að taka enga áhættu í þessu máli og því hafi allir þeir, sem gætu hugsanlega hafa smitast, verið kallaðir inn til rannsókna. Blóðprufur eru teknar úr fólkinu og það getur síðan þurft að mæta aftur í blóðprufu eftir þrjá mánuði en það veltur á niðurstöðu fyrri prufunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli