Að minnsta kosti fjórir létust og 43 slösuðust þegar hraðlest lenti í árekstri við eimreið, sem ekki átti að vera á lestarteinunum, í Tyrklandi klukkan 6.30 í morgun að staðartíma. Lestin var á leið frá Ankara til Konya í miðju landinu.
Tyrkneskir fjölmiðlar segja að lestin hafa verið á 80-90 km/klst þegar áreksturinn varð. Í kjölfar hans lenti hún á brúarstólpa og hrundi brúin yfir lestina. Tveir vagnar fóru af sporinu og ultu á hliðina.