Urbanski hafði stillt sér upp við kirkju í Cleburne nærri Dallas ásamt tveimur öðrum mönnum þar sem þeir reyndu að koma þessum boðskap sínum á framfæri. Þeir voru margoft beðnir um að yfirgefa svæðið en urðu ekki við því. The Times skýrir frá þessu.
Fjögurra barna móðir, Heather Johnson, var á leið til kirkju þegar mennirnir spurðu hana:
„Lætur þú börnin þín trúa á falskan jólasvein eða vita þau hver Jesús er?“
Hún svaraði þeim að eigin sögn:
„Þegar ég sagði þeim að þeir ættu ekki að eyðileggja jólin fyrir börnunum mínum byrjuðu þeir að hrópa að jólin væru ekki sönn og að ég væri að gera mistök með að kenna börnum mínum þetta.“
Félagar Urbanski ákváðu að verða við beiðnum um að yfirgefa svæðið en Urbanski var staðfastur og fór hvergi.