fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Eigendur vogunarsjóða studdu Brexit – Sjá nú fram á mikinn hagnað vegna Brexit-öngþveitis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af þekktustu eigendum vogunarsjóða í Bretlandi studdu talsmenn Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr ESB. Nú hafa þessir sömu aðilar séð sér leik á borði og hafa veðjað á hrun á breskum hlutabréfamörkuðum í kjölfar Brexit en margir reikna með að breskt efnahagslíf verði fyrir miklu höggi þegar landið yfirgefur ESB.

The Guardian segir að tveir vogunarsjóðir, í eigu helstu fjárhagslegu stuðningsmanna Brexit baráttunnar, hafi tekið skortstöðu í breskum hlutabréfum fyrir milljónir punda. Þar á meðal í smávöruverslun, bönkum og bílaiðnaðinum. Skortstaða þýðir að veðjað er á að hlutabréfin lækki í verði.

Odey Asset Management og Marshall Wace vogunarsjóðirnir hafa tekið skortstöðu hlutabréfum breskra fyrirtækja upp á 436 milljónir punda annars vegar og 1,4 milljarða punda hins vegar.

Odey Asset Management hefur meðal annars tekið skortstöðu í hlutabréfum Debenhams og Intu auk hlutabréfa í bílaiðnaðinum. Marshall Wace, sem er stærsti vogunarsjóður Bretlands, hefur tekið flestar skortstöður og lagt mesta peninga í slíkar stöður. Meðal annars hefur sjóðurinn veðjað á verðhrun hlutabréfa í Mars and Spencer verslunarkeðjunni sem og í Debenhams og Intu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð