Sky segir að vísindamenn frá NASA og Bresku Suðurskautsstofnunni hafi rannsakað ískjarnana og hafi komist að fyrrgreindri niðurstöðu. Þessa aukna snjókoma bætir þó aðeins upp um þriðjung þess ísmagns sem hefur bráðnað á Suðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunnar.
Haft er eftir Liz Thomas, sem vann að rannsókninni, að niðurstöðurnar sýni að meðalsjókoma á fyrsta áratug yfirstandandi aldar hafi verið 10% meiri en á sama tíma á síðustu öld. Þetta sé óvenjuleg ef litið er til úrkomu síðustu 200 ára.
En þessi aukna snjókoma vegur ekki að fullu upp á móti bráðnun íss á Suðurskautslandinu en hún vegur um 14% í hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu. Ef snjókoman hefði ekki aukist hefði yfirborð sjávar hækkað enn meira á síðustu öld.