Listinn var birtur á föstudaginn. Þeir sem eru á honum eru eftirlýstir fyrir alvarleg afbrot, allt frá morðum til umfangsmikilla efnahagsbrota. Listinn er gefinn út á vettvangi lögreglusamstarfsins ENFAST (European Network of Fugitive Active Search Teams).
Á listanum eru að þessu sinni menn sem danska, sænska og finnska lögreglan lýsa eftir en hvorki íslenska né norska lögreglan eru með menn á listanum. Íslenska og norska lögreglan taka þó þátt í verkefninu að því er segir í tilkynningum frá dönsku og sænsku lögreglunni.
Allir þeir sem eru á listanum eru einnig á lista Evrópulögreglunnar Europol yfir þá 55 afbrotamenn sem mikilvægast þykir að hafa hendur í hári.
Hér er hægt að skoða lista norrænu lögregluliðanna.
Hér er hægt að skoða lista Evrópulögreglunnar.