fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Krefst 100 milljóna dollara í bætur frá Hilton-hótelkeðjunni vegna nektarmynda sem voru teknar af henni í sturtu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 07:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur stefnt Hilton-hótelkeðjunni og krefst 100 milljóna dollara í bætur vegna nektarmynda sem voru teknar af henni í sturtu á einu hótela keðjunnar. Myndirnar voru teknar án hennar vitundar og birtar á klámsíðu.

Konan segir hótelkeðjuna hafa sýnt af sér vanrækslu sem hafi valdið henni „miklum og varanlegum sálrænum skaða sem og tilfinningalegum skaða og öðru tjóni“. Konan krefst bóta fyrir þetta sem og vegna lækinskostnaðar og tekjutaps sem hún telur sig hafa orðið fyrir.

Hún gisti á Hampton Inn and Suites hótelinu, sem er í eigu Hilton, í Albany í New York í júlí 2015. Þar hafði falinni myndavél verið komið fyrir í sturtunni og voru teknar myndir af henni allsnaktri í sturtu eftir því sem segir í stefnunni. Konan hafði enga hugmynd um þetta fyrr en í september á þessu ári þegar hún fékk tölvupóst með fyrirsögninni: „Þetta ert þú, er það ekki?“ Með póstinum fylgdi hlekkur á klámsíðuna þar sem myndbandið hafði verið birt sem og fullt nafn hennar með. Sendandinn sendi henni síðan ítrekaðar hótanir þar sem hann sagðist vita í hvaða háskóla hún hefði gengið og hvar hún starfaði. Hann krafði hana um 2.000 dollara greiðslu fyrir að dreifa myndunum ekki frekar og 1.000 dollara á mánuði í 12 mánuði. Hún svaraði þessu engu og í framhaldinu var myndunum dreift á fleiri klámsíður.

Í tölvupóstum fjárkúgarans kom fram að myndir hefðu verið teknar af fleiri gestum í þessu sama hótelherbergi. Sky skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans