Helnæs er lítil eyja við suðurodda Fjóns en þar búa um 200 manns. Lögreglunni bárust tilkynningar síðdegis í gær frá íbúum á eyjunni um undarlega hegðun manns á fertugsaldri. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu á manninn og tóku hann í sína vörslu en hann virtist ekki vera í andlegu jafnvægi. Í framhaldi af því fékk lögreglan vitneskju um að eitthvað skelfilegt hefði gerst á fyrrgreindum bóndabæ.
Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fórnarlömbin tengist ekki neitt. Konan bjó á bænum en talið er karlmaðurinn hafi komið þangað með eldivið og þá verið myrtur. Hinn handtekni er danskur og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni.