fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Fékk boð um eina milljón fyrir þriggja klukkustunda kynlíf – „Ég óttast að ungar stúlkur segi já“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura er 43 ára fjögurra barna móðir sem býr í Danmörku. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og hvað hún vill ekki í kynlífi. Hún vill gjarnan stunda kynlíf með eldri manni nokkrum sinnum í mánuði og fá peninga, ferðalög og lífsreynslu fyrir vikið. En hún hefur ekki áhuga á að láta binda fyrir augun á sér, láta aka með sig á hótel þar sem átta ókunnugir karlmenn hafa mök við hana og fara síðan heim að þessu loknu með leigubíl og sem svarar til einnar milljónar íslenskra króna í vasanum.

Laura stundar svokallað „sugardating“ og hefur gert í rúmlega eitt ár. Hún skráði sig á vefsíðunni sugardating.dk og síðan hefur tilboðum rignt yfir hana um kynlíf. Eins og DV skýrði frá í síðustu viku er „sugardating“ mikið stundað en flestir tengja það við að ungar stúlkur/konur fallist á að eyða tíma og jafnvel stunda kynlíf með eldri mönnum gegn greiðslum, yfirleitt í formi peninga en einnig í formi gjafa og ferðalaga. Laura er sem fyrr segir á fimmtugsaldri en það dregur ekki úr áhuga karla á henni.

„Ég fékk þetta tilboð og sagði nei en ég óttast að yngri konur segi já við svona tilboði, þetta eru miklir peningar fyrir 18 ára stúlku en svo ung stúlka á ekki að upplifa eitthvað þessu líkt.“

Sagði hún í samtali við BT.

Hún hittir einn eldri mann, mann á sjötugsaldri, í hverjum mánuði og fær sem svarar til um 100.000 íslenskra króna fyrir á mánuði. Hann gefur henni líka gjafir og býður í ferðalög. Á móti fær hann félagsskap hennar og aðgang að líkama hennar. Hún stundar kynlíf með honum og ef „hún er góð við hann“ fær hún oft meiri peninga.

„Hann spyr kannski hvort ég vilji totta hann og ef ég geri það fæ ég kannski meiri peninga. En það eru ekki föst verð fyrir slíkt.“

Laura byrjaði í „sugardating“ um mitt síðasta ár þegar hún sleit sambandinu við unnusta sinn.

„Mér fannst hann nota mig og þar sem tilfinningarnar voru horfnar og við stunduðum bara kynlíf til skemmtunar. Ég hugsaði því með mér: „Af hverju ekki að ríða og geta farið út með peninga?““

Sagði hún í samtali við BT. Hún skráði sig á sugardating.dk í framhaldinu og tilboðum hefur rignt yfir hana síðan, allt frá hópkynlífi til munngæla á bílastæðum við hraðbrautina. En hún var að leita að öruggu „sambandi“ við einn sykurpabba og það hefur hún í dag. Hún segist ósátt við að fólk telji „sugardating“ vera hreint vændi. Öryggið sé allt annað og viðskiptavinir séu ekki valdir á sama hátt og hjá vændiskonum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Í gær

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“