Laura stundar svokallað „sugardating“ og hefur gert í rúmlega eitt ár. Hún skráði sig á vefsíðunni sugardating.dk og síðan hefur tilboðum rignt yfir hana um kynlíf. Eins og DV skýrði frá í síðustu viku er „sugardating“ mikið stundað en flestir tengja það við að ungar stúlkur/konur fallist á að eyða tíma og jafnvel stunda kynlíf með eldri mönnum gegn greiðslum, yfirleitt í formi peninga en einnig í formi gjafa og ferðalaga. Laura er sem fyrr segir á fimmtugsaldri en það dregur ekki úr áhuga karla á henni.
„Ég fékk þetta tilboð og sagði nei en ég óttast að yngri konur segi já við svona tilboði, þetta eru miklir peningar fyrir 18 ára stúlku en svo ung stúlka á ekki að upplifa eitthvað þessu líkt.“
Sagði hún í samtali við BT.
Hún hittir einn eldri mann, mann á sjötugsaldri, í hverjum mánuði og fær sem svarar til um 100.000 íslenskra króna fyrir á mánuði. Hann gefur henni líka gjafir og býður í ferðalög. Á móti fær hann félagsskap hennar og aðgang að líkama hennar. Hún stundar kynlíf með honum og ef „hún er góð við hann“ fær hún oft meiri peninga.
„Hann spyr kannski hvort ég vilji totta hann og ef ég geri það fæ ég kannski meiri peninga. En það eru ekki föst verð fyrir slíkt.“
Laura byrjaði í „sugardating“ um mitt síðasta ár þegar hún sleit sambandinu við unnusta sinn.
„Mér fannst hann nota mig og þar sem tilfinningarnar voru horfnar og við stunduðum bara kynlíf til skemmtunar. Ég hugsaði því með mér: „Af hverju ekki að ríða og geta farið út með peninga?““
Sagði hún í samtali við BT. Hún skráði sig á sugardating.dk í framhaldinu og tilboðum hefur rignt yfir hana síðan, allt frá hópkynlífi til munngæla á bílastæðum við hraðbrautina. En hún var að leita að öruggu „sambandi“ við einn sykurpabba og það hefur hún í dag. Hún segist ósátt við að fólk telji „sugardating“ vera hreint vændi. Öryggið sé allt annað og viðskiptavinir séu ekki valdir á sama hátt og hjá vændiskonum.