fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Dómstóll ESB segir að Bretar geti einhliða fallið frá Brexit – Þurfa ekki samþykki aðildarríkja ESB

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Bretar ákveða að hætta við Brexit og vera áfram í ESB þurfa þeir ekki að fá samþykki hjá hinum 27 aðildarríkjunum. Þetta kemur fram í úrskurði dómstóls ESB sem var kveðinn upp í morgun. Það var skoskur dómstóll sem bað Evrópudómstólinn að taka afstöðu til þessa máls.

Þetta þýðir að breska þingið getur einhliða hætt við Brexit ef skilnaðarsamningur Bretlands og ESB verður felldur á breska þinginu á morgun. Það voru nokkrir skoskir stjórnmálamenn sem fóru fram á það við skoskan dómstól að hann fengi úrskurð Evrópudómstólsins um þetta mál. Grein fimmtíu í Lissabonsáttmálanum, sem snýst um úrsögn úr ESB, er ekki nægilega skýr til að augljóst svar fáist við þessari spurningu og því kom til kasta dómstólsins.

Aðallögmaður ESB, Manuel Campos Sánchez-Bordona, hafði komist að þessari sömu niðurstöðu í síðustu viku.

Evrópudómstóllinn segir þó að Bretar verði að taka ákvörðun um þetta áður en Brexit skellur á þann 29. mars 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut