Þetta þýðir að breska þingið getur einhliða hætt við Brexit ef skilnaðarsamningur Bretlands og ESB verður felldur á breska þinginu á morgun. Það voru nokkrir skoskir stjórnmálamenn sem fóru fram á það við skoskan dómstól að hann fengi úrskurð Evrópudómstólsins um þetta mál. Grein fimmtíu í Lissabonsáttmálanum, sem snýst um úrsögn úr ESB, er ekki nægilega skýr til að augljóst svar fáist við þessari spurningu og því kom til kasta dómstólsins.
Aðallögmaður ESB, Manuel Campos Sánchez-Bordona, hafði komist að þessari sömu niðurstöðu í síðustu viku.
Evrópudómstóllinn segir þó að Bretar verði að taka ákvörðun um þetta áður en Brexit skellur á þann 29. mars 2019.