CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu vonist þeir til að hægt verði að hægja á hinni hnattrænu hlýnun um helming. Áætlunin gengur út á að dreifa súlfatögnum í um 20 km hæð í gufuhvolfinu. Þetta segja þeir að sé hægt að gera með sérhönnuðum flugvélum, blöðrum eða einhverskonar fallbyssum. Þessi tækni hefur ekki verið prófuð og ekkert farartæki er til sem gæti nýst við þetta. Vísindamennirnir segja að það ætti hvorki að vera sérstaklega erfitt né dýrt að smíða farartæki sem gæti nýst við þetta.
Þeir telja að það muni kosta um 3,5 milljarða dollara að þróa þetta kerfi á næstu 15 árum. Síðan myndi kostnaðurinn vera um 2,2 milljarðar dollara á ári næstu 15 árin á eftir.
Vísindamennirnir leggja áherslu á að þetta sé aðeins „kenning“ eins og er en segjast hafa viljað setja þetta fram til að sýna fram á að hægt sé að finna lausnir.