Í fréttatilkynningu frá syni hans, George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseta, segir að fyrir hönd systkinana tilkynni hann um andlát föður þeirra. Bush yngri varð forseti átta árum eftir að faðir hans tapaði fyrir Clinton.
Heilsufar Bush eldri hefur lengi verið slæmt og hann var margoft lagður inn á sjúkrahús á undanförnum misserum. Eiginkona hans til 70 ára, Barbara Bush, lést í apríl. Við útför hennar sat Bush eldri í hjólastól og var klæddur í sokka með myndum af bókum. Það gerði hann af virðingu við áralanga baráttu eiginkonunnar um að bæta lestrarkunnáttu bandarískra barna.
George H.W. Bush lætur eftir sig fimm börn og 17 barnabörn.