fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

George H.W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseti er látinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 06:24

George W.H. Bush. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George H.W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er látinn 94 ára að aldri. Hann var 41. forseti Bandaríkjanna en hann sat í embætti frá 1989 til 1993 og leiddi þjóðina í gegnum síðasta hluta kalda stríðsins. Hann naut mikilla vinsælda í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 en þær vinsældir hröpuðu fljótlega í kjölfar stuttrar en slæmrar efnahagskreppu. Þetta varð þess valdandi að Bill Clinton sigraði hann þegar Bush bauð sig fram á nýjan leik.

Í fréttatilkynningu frá syni hans, George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseta, segir að fyrir hönd systkinana tilkynni hann um andlát föður þeirra. Bush yngri varð forseti átta árum eftir að faðir hans tapaði fyrir Clinton.

Heilsufar Bush eldri hefur lengi verið slæmt og hann var margoft lagður inn á sjúkrahús á undanförnum misserum. Eiginkona hans til 70 ára, Barbara Bush, lést í apríl. Við útför hennar sat Bush eldri í hjólastól og var klæddur í sokka með myndum af bókum. Það gerði hann af virðingu við áralanga baráttu eiginkonunnar um að bæta lestrarkunnáttu bandarískra barna.

George H.W. Bush lætur eftir sig fimm börn og 17 barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti