fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Tekinn af lífi í rafmagnsstól í nótt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 05:55

David Earl Miller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Earl Miller, 61 árs, var tekinn af lífi í rafmagnsstól í Tennessee í nótt að íslenskum tíma. Þetta er önnur aftakan á skömmum tíma þar sem rafmagnsstóll er notaður í ríkinu. Það var gert þar sem aftaka með lyfjagjöf þykir „ómannleg“ en það er hinna dæmdu að velja á milli aðferðanna.

Miller hafði dvalið á svokölluðum dauðagangi í 36 ár en enginn fangi hefur beðið aftöku sinnar lengur í Tennessee. Hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á Lee Standifer í maí 1981. Hún var þroskaheft og barði Miller hana og stakk til bana eftir að hafa farið á stefnumót með henni.

Sky segir að skömmu fyrir aftökuna hafa Miller verið spurður ef hann vildi segja eitthvað en svar hans hafi ekki verið skiljanlegt. Hann var þá spurður aftur og skýrði lögmaður hans orð hans og sagði að hann hefði sagt:

„Þetta er betra en að vera á dauðaganginum.“

Í Tennessee geta þeir sem hlutu dauðadóm fyrir glæpi framda fyrir 1999 valið um hvort þeir vilja enda daga sína í rafmagnsstól eða með lyfjagjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Í gær

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“