”Hann hvarf næstum í snjónum!”
Skrifaði Nordsveen í texta við mynd, sem hann birti á Instagram, af kálfinum. Meðal Sama, sem búa í norðanverðri Skandinavíu, er það talið mikið gæfumerki að sjá hvítt hreindýr.
BBC hefur eftir Nordsveen að kálfurinn hafi komið mjög nærri honum og þeir hafi horft í augu hvors annars og hafi kálfurinn verið mjög rólegur. Eftir nokkurra mínútna dvöl nærri Nordsveen hélt kálfurinn á brott og fór til móður sinnar sem beið álengdar.