fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Maja hvarf á dularfullan hátt fyrir 16 dögum – Íbúar óttaslegnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 20:00

Maja Herner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. nóvember fór Maja Herner, 25 ára, í gönguferð í átt að hinu 1.300 metra há Saudehornet í Ørsta  í Noregi. Síðan hefur hún ekki sést. Herner, sem er pólsk, hafði aðeins búið í Noregi í eina viku. Mikil leit hefur verið gerð að henni en hvorki hefur fundist tangur né tetur af henni né vísbendingar um hvar hún er eða hvað gæti hafa komið fyrir hana. Íbúar í Ørsta eru óttaslegnir og óttast að Maja hafi verið myrt og lögreglan útilokar það ekki. Málið liggur þungt á bæjarbúum sem glíma einnig við ýmis önnur vandamál en mál Maja skyggir á allt annað þessa dagana.

Lögreglan telur að Maja sé látin. Hún sást síðast klukkan 12.35 í verslun í miðbænum. Um hálfri klukkustund síðar sendi hún vinum sínum skilaboð um að hún ætlaði upp í fjöll. Miðað við hvar hún skildi bíl sinn eftir er líklegt að hún hafi farið í átt að Saudehornet. Annar farsími hennar var í bílnum en hinn hefur ekki fundist. Lögreglan segir að ástæða sé til að ætla að hann hafi eða sé hátt uppi í fjallinu en það sé þó ekki öruggt.

Rúmlega 3.000 ljósmyndir hafa verið teknar af fjallinum með drónum í leitinni að Maja og þar hafa leitarhópar farið um og lagt að baki vegalengd sem nemur um einum fjórða af ummáli jarðarinnar. Þá hafa sjáendur lagt sitt af mörkum en samt sem áður hefur Maja ekki fundist. Þetta hefur orðið til þess að margar sögur ganga í Ørsta um örlög hennar. Margir spyrja sig hvað gerðist fyrst hún hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit.

Nú er veturinn að leggjast yfir af fullum þunga á svæðinu og þá verður erfitt ef ekki ómögulegt að leita frekar að Maja og óttast margir íbúar Ørsta að fara inn í veturinn án þess að vita hver örlög hennar voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans