Sky skýrir frá þessu. Þátttakendur í rannsókninni voru 179 stúlkur sem fæddust í Kaliforníu 1999 og 2000 og 159 piltar sem fæddust á sama tíma í sama ríki. Rannsakað var hversu mikið magn þessara efna var í mæðrunum á meðgöngu og í börnunum við níu ára aldur.
Síðan var kannað hvenær börnin hefðu orðið kynþroska og var niðurstaðan að það flýtti kynþroska stúlkna ef þær höfðu komist í snertingu við fyrrgreind efni en ekki var að sjá að það hefði nein áhrif á piltana.
Kim Harley, sem stýrði rannsókninni, segir að tvö efni hafi reynst áhrifamest. Mæður sem voru með há gildi þalata, sem er notað í ilmvötn, og triclosan, sem er notað í sápur og tannkrem, áttu dætur sem urðu fyrr kynþroska en hinar. Einnig kom í ljós að stúlkur með há gildi paraben í líkamanum við níu ára aldur urðu fyrr kynþroska en hinar.