fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Efni í hársápum og ilmvötnum geta flýtt kynþroska stúlkna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 21:30

Sjampó og hárnæring. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efni, sem eru notuð í ýmsar heimilisvörur á borð við hársápur, ilmvötn, svitalyktareyða og sápur, geta valdið snemmbúnum kynþroska hjá stúlkum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin beindist að efnum á borð við þalat, paraben og tjörusýru en þessi efni eru notuð í ýmsar vörur sem við notum í hinu daglega lífi.

Sky skýrir frá þessu. Þátttakendur í rannsókninni voru 179 stúlkur sem fæddust í Kaliforníu 1999 og 2000 og 159 piltar sem fæddust á sama tíma í sama ríki. Rannsakað var hversu mikið magn þessara efna var í mæðrunum á meðgöngu og í börnunum við níu ára aldur.

Síðan var kannað hvenær börnin hefðu orðið kynþroska og var niðurstaðan að það flýtti kynþroska stúlkna ef þær höfðu komist í snertingu við fyrrgreind efni en ekki var að sjá að það hefði nein áhrif á piltana.

Kim Harley, sem stýrði rannsókninni, segir að tvö efni hafi reynst áhrifamest. Mæður sem voru með há gildi þalata, sem er notað í ilmvötn, og triclosan, sem er notað í sápur og tannkrem, áttu dætur sem urðu fyrr kynþroska en hinar. Einnig kom í ljós að stúlkur með há gildi paraben í líkamanum við níu ára aldur urðu fyrr kynþroska en hinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana