Í umfjöllun Expressen segir að einfaldasta ráðið til að losa stífluna sé að hita fjóra lítra af vatni (ekki láta það sjóða). Helltu að minnsta kosti einum desilítra af uppþvottalegi í klósettið. Helltu síðan heita vatninu hægt og rólega í klósettið. Það geta síðan liðið 15 mínútur þar til stíflan losnar. Ef hún losnar ekki skaltu endurtaka ferlið. En ef stíflan losnar ekki eftir það er rétt að fara að finna símanúmer hjá pípulagningarmanni og fá aðstoð.