„Hún var syfjuð og sofnaði en ég hugsaði ekki svo mikið út í það. Mér fannst þetta sætt og tók myndina.“
Sagði Dave í samtali við The Sun.
„Það var ekki fyrr en eftirá sem við áttuðum okkur á að þetta var eitt einkenna sjúkdómsins og það sem ég tók mynd af sýndi alvarlegan hlut. Hún hafði verið þreytt, hafði fengið kvef og vírusa og töluvert af marblettum á fótleggina. En við tengdum þetta allt við eðlilega æsku með smá slysum og sjúkdómum.“
Sagði Dave.
Í janúar fékk Izzy útbrot og sýkingar og var að lokum lögð inn á sjúkrahús í Worcesterskíri á Englandi. Hún var síðan greind með banvænt afbrigði af hvítblæði. Hún hefur nú farið 570 sinnum í lyfjameðferð. Læknar reikna með að hún verði í meðferðum fram í maí á næsta ári.
Foreldrar hennar ákváðu að birta myndina og segja sögu sína til að vekja athygli foreldra á sjúkdómum sem þessum og hvetja þá til að fylgjast með svefnmynstri barna sinna.
Izzy fékk Cancer Research Star Award verðlaunin nýlega fyrir baráttu sína gegn þessum skelfilega sjúkdómi.