fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Nýr kraftur í rannsókn á tveggja ára gömlu morðmáli – 8 lögregluhundar notaðir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 06:50

Louise Borglit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. nóvember 2016 var Louise Borglit, 32 ára, stungin til bana í Elverparken í Herlev í Kaupmannahöfn. Hún var gengin sjö mánuði með barn sitt þegar hún var myrt. Morðið er óupplýst og hefur legið þungt á dönsku þjóðinni eins og morðið á Emilie Meng sem var myrt í júlí 2016. Lögreglan hefur lagt mikla vinnu í bæði málin og í gær voru átta sérþjálfaðir lögregluhundar við leit í Elverparken.

Lögreglan í Kaupmannahöfn setti í haust á laggirnar sérstakan rannsóknarhóp til að fara yfir morðið á Louise en í honum eru reyndir lögreglumenn og ýmsir sérfræðingar. Enginn þeirra hefur áður komið að rannsókn málsins. Markmiðið var að fá „ný“ augu til að skoða málið í þeirri von að eitthvað fyndist sem gæti orðið til að málið leysist.

Einn liðurinn í vinnu þessa hóps var að í gær leituðu 8 lögregluhundar að vísbendingum í Elverparken. Það var mat sérfræðinga að þrátt fyrir að svo langt væri liðið frá morðinu gætu hundarnir enn fundið vísbendingar og slóð eftir morðingjann ef hann hefði skilið eitthvað eftir sig.

Hér er hægt að lesa umfjöllun DV frá í haust um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt