fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Þetta eru hættulegustu flugfélög heims

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 17:00

Vél frá Air Koryo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjáist þú af flughræðslu? Þá er óþarfi að auka á óttann með því að fljúga með flugfélögum sem ekki þykja uppfylla allar þær ströngu kröfur sem eru gerðar til flugfélaga. ESB hefur uppfært lista sinn, „svarta listann“ yfir flugfélög sem eru talin óörugg.

Það er þó ákveðin huggun að ef þú flýgur aðeins innan Evrópu þá er hægt að anda aðeins léttar því flugfélög verða að uppfylla strangar kröfur og löggjöf til að mega fljúga í álfunni. Af þeim sökum fá ýmis erlend flugfélög ekki að fljúga til Evrópu og þau eru einmitt á hinum fyrrgreinda svarta lista.

Á listanum má til dæmis sjá að ekkert flugfélag frá Nepal má fljúga til Evrópu og Evrópubúar eru varaðir við að fljúga með þeim.

Iran Air, frá Íran, og Air Koryo, frá Norður-Kóreu, eru einnig á listanum en þau mega þó fljúga til Evrópu ef þau nota ákveðnar tegundir flugvéla.

Áhugasamir og áhyggjufullir ferðalangar geta síðan kynnt sér listann í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum