fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Of mikill svefn veldur hugsanlega hjartavandamálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 08:27

Ætli það sé kominn tími til að skipta á rúminu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að of mikill svefn hjá fullorðnum geti valdið hjartavandamálum. Vísindamennirnir segja að heilbrigður svefn fullorðinna sé sex til átta klukkustundir á sólarhring og að svefn umfram þetta geti valdið heilsufarslegum vandamálum.

Sky segir að vísindamennirnir hafi komist að því að fólk sem sefur meira en átta klukkustundir á sólarhring sé líklegra til að látast og fá hjarta- og/eða æðasjúkdóma en þeir sem sofa sex til átta klukkstundir á sólarhring.

Rannsóknin var byggð á gögnum um 116.000 manns á aldrinum 35 til 70 ára frá 21 landi. Þegar gögn um fólkið voru skoðuð aftur átta árum síðar að meðaltali kom í ljós að 4.381 hafði látist á tímabilinu og 4.365 höfðu fengið „meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“.

Þátttakendur sem sváfu í átta til níu klukkustundir á sólarhring voru 5 prósent líklegri til að látast eða  fá „„meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“ en þeir sem sváfu í sex til átta klukkustundir. Líkurnar voru enn meiri hjá þeim sváfu í níu til tíu klukkustundir á sólarhring eða 17 prósent meiri. Þeir sem sváfu í tíu klukkustundir eða meira á sólarhring voru 41 prósent líklegri til að látast eða fá „meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift