Sky segir að vísindamennirnir hafi komist að því að fólk sem sefur meira en átta klukkustundir á sólarhring sé líklegra til að látast og fá hjarta- og/eða æðasjúkdóma en þeir sem sofa sex til átta klukkstundir á sólarhring.
Rannsóknin var byggð á gögnum um 116.000 manns á aldrinum 35 til 70 ára frá 21 landi. Þegar gögn um fólkið voru skoðuð aftur átta árum síðar að meðaltali kom í ljós að 4.381 hafði látist á tímabilinu og 4.365 höfðu fengið „meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“.
Þátttakendur sem sváfu í átta til níu klukkustundir á sólarhring voru 5 prósent líklegri til að látast eða fá „„meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“ en þeir sem sváfu í sex til átta klukkustundir. Líkurnar voru enn meiri hjá þeim sváfu í níu til tíu klukkustundir á sólarhring eða 17 prósent meiri. Þeir sem sváfu í tíu klukkustundir eða meira á sólarhring voru 41 prósent líklegri til að látast eða fá „meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“.