fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Flóðbylgjur hafa sést í kjölfar skjálftans í Nýju-Kaledóníu – Íbúar hvattir til að forða sér af láglendi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 06:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flóðviðvörunarstofnunin gaf út flóðbylgjuviðvörun fyrir ákveðin svæði í Kyrrahafi í nótt í kjölfar skjálfta, sem mældist 7,6, við frönsku eyjaþyrpinguna Nýju-Kaledóníu. Flóðbylgjur hafa sést á svæðinu og eru íbúar á Nýju-Kaledóníu hvattir til að forða sér af láglendi. Það sama á við á Vanúatú. Ekki er talin hætta á ferðum að svo komnu máli á öðrum eyjum í Kyrrahafi.

Aðvörun bandarísku flóðaviðvörunarstofnunarinnar er á lægsta stigi og gildir aðeins fyrir Nýju-Kaledóníu og Vanúatú. Skjálftinn varð klukkan 15.18 að staðartíma, 4.18 að íslenskum tíma, og voru upptök hans um 20 km austsuðaustan við eyjuna Maré. Upptökin voru á 10 km dýpi að sögn bandarísku jarðskjálftastofnunarinnar.

Varað er við allt að þriggja metra háum flóðbylgjum við Nýju-Kaledóníu og Vanúatú og allt að einum metra við hluta af Fiji.

Engar fregnir hafa borist af manntjóni né eignatjóni af völdum skjálftans. Eftirskjálftar upp á 6 og 5,9 hafa riðið yfir í kjölfar stóra skjálftans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann