Aðvörun bandarísku flóðaviðvörunarstofnunarinnar er á lægsta stigi og gildir aðeins fyrir Nýju-Kaledóníu og Vanúatú. Skjálftinn varð klukkan 15.18 að staðartíma, 4.18 að íslenskum tíma, og voru upptök hans um 20 km austsuðaustan við eyjuna Maré. Upptökin voru á 10 km dýpi að sögn bandarísku jarðskjálftastofnunarinnar.
Varað er við allt að þriggja metra háum flóðbylgjum við Nýju-Kaledóníu og Vanúatú og allt að einum metra við hluta af Fiji.
Engar fregnir hafa borist af manntjóni né eignatjóni af völdum skjálftans. Eftirskjálftar upp á 6 og 5,9 hafa riðið yfir í kjölfar stóra skjálftans.