Þegar slökkvilið kom á vettvang var svo mikill reykur í byggingunni að íbúarnir voru beðnir um að halda sig inni í íbúðunum og reyna ekki að komast út. Reykkafarar aðstoðuðu fólk síðan við að komast út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og fengu íbúarnir að snúa aftur í íbúðir sínar að slökkvistarfi loknu nema þeir sem búa á þriðju hæð en þar kom eldurinn upp.
Ekki liggur fyrir hver eldsupptökin voru. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.