Þetta kemur fram í umfjöllun Politiken en úttekt var gerð á þessu fyrir blaðið af DTU, Árósaháskóla og Dansk Energi.
Ástæðan fyrir þessari miklu losun er orkunotkunin sem þarf að mæta til að horfa á efnisveitur og gildir þá einu hvort horft er í síma, spjaldtölvu, tölvu eða snjallsjónvarpi. Það að streyma efni í HD í eina klukkustund á Netflix krefst jafn mikillar orku og þarf til að sjóða átta lítra af vatni í hraðsuðukatli. Þetta þýðir að tveggja klukkustunda Netflixáhorf á dag alla daga ársins svarar til 384 km flugferðar, að borða sex kíló af nautakjöti eða aka rétt tæplega 1.000 km í nýjum bíl.
Um 10 prósent af rafmagnsnotkun heimsins eru vegna internetnotkunar og losunin á koltvíldi vegna þessa er um tvö prósent af heildarlosuninni. Það er álíka mikil losun og vegna flugumferðar.