fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Danir ætla að vista flóttamenn á eyðieyju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 05:55

Lindholm. Mynd:GoogleMaps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi náði danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn um fjárlög næsta árs. Samkvæmt þeim verður peningum veitt til nauðsynlegra framkvæmda á eyjunni Lindholm sem er við suðurodda Sjálands. Þar á að vista hælisleitendur og flóttamenn frá 2021. Eyja er óbyggð en er í dag notuð til rannsókna og tilrauna á dýrum.

Danski þjóðarflokkurinn er andsnúin flóttamönnum og hælisleitendum og fékk þessu framgengt gegn því að styðja fjárlögin. Á eyjunni á að vista þá hælisleitendur og flóttamenn sem hafa fengið höfnun á umsókn um hæli eða landsvist en ekki er hægt að senda úr landi. Það getur verið vegna þess að dauðarefsingum er beitt í heimalöndum þeirra eða þá að þeir eiga á hættu að sæta pyntingum ef þeir snúa heim. Í Danmörku er talað um þennan hóp sem hælisleitendur og flóttamenn sem fólk sem verður að afbera að hafa í landinu.

Eins og fyrr sagði hafa sumir fengið höfnun á umsóknum um hæli eða landvistarleyfi en aðrir hafa verið sviptir landvistarleyfi vegna afbrota sinna, þeir eru taldir ógna öryggi ríkisins eða þá að þeir hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi utan Danmerkur.

Núna býr þetta fólk hér og þar og er undir litlu sem engu eftirliti. Í Kærshovedgård á Jótlandi er starfrækt miðstöð þar sem þetta fólk á að dvelja og vera undir eftirliti en mikill misbrestur er á því og margir sjást aldrei þar. Þá eru íbúar í nágrenninu mjög ósáttir við þetta fyrirkomulag sem þeir segja að hafa haft í för með sér mikla aukningu afbrota á svæðinu, innbrot og ofbeldisbrot eru þar nefnd til sögunnar, og segjast margir ekki þora að leyfa börnum sínum að vera einum úti við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“