fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Danir ætla að vista fanga í Litháen – Semja við Litháa um byggingu og rekstur fangelsis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 17:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður standa nú yfir á milli danskra og litháenskra stjórnvalda um að fangelsi verði reist nærri Vilnius, höfuðborg Litháens, þar sem afbrotamenn, sem hafa hlotið dóm í Danmörku og verið vísað úr landi, verði vistaðir. Viðræðurnar eru sagðar komnar langt á veg og snúist nú um hvað Danir eigi að láta Litháum í té gegn því að þeir reisi fangelsið og taki við afbrotamönnunum.

Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Dönsk stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið en DR hefur heimildir fyrir þessu innan stjórnkerfisins. Viðræðurnar eru sagðar vera á viðkvæmu stigi. Gert er ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárlögum næsta árs. Þar kemur fram að stefnt sé að því að ná samningum við erlent ríki um að taka við föngum, sem hafa verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku að afplánun lokinni, fyrir árslok 2019. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að þessir fangar valdi meira álagi á danska fangelsiskerfið og danskt samfélag.

DR segir að nokkur önnur ríki taki þátt í viðræðunum við Litháa um þetta. Í fangelsinu á að vista litháenska ríkisborgara, sem hafa hlotið dóma í öðrum Evrópuríkjum, og ríkisborgara annarra ríkja. Þessum tveimur hópum verður þó haldið aðskildum.

Preben Bang Henriksen, talsmaður ríkisstjórnarflokks Venstre í málum réttarvörslukerfisins, sagði í samtali við DR að markmiðið með þessu væri að senda sterk skilaboð til útlendra afbrotamanna um að þeir geti lent í fangelsi utan Danmerkur fyrir afbrot framin í Danmörku.  Þeir vilji örugglega helst afplána í dönsku fangelsi en nægt álag sé á þau fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“