Norska ríkisútvarpið leitaði nýlega svara við þessu hjá talsmanni Bosch raftækjaframleiðandans. Þar fengust þau svör að það megi alveg segja að þvottavélar borði stundum sokka. Það sé vel þekkt vandamál að litlir barnasokkar týnist í þvottavélum því þeir endi á milli gúmmísins og tromlunnar. Þó séu líkurnar á að þetta gerist í dag minni en áður þar sem minna bil sé nú á milli gúmmísins og tromlunnar en áður.
En hvað varðar fullorðinssokka liggur sökin ekki hjá þvottavélum og er fólki ráðlagt að leita undir rúmum, í pokum og undir þvottavélum sínum.
Síðan er auðvitað hægt að grípa til ýmissa ráða til að tryggja að sokkar týnist síður í þvotti. Það er til dæmist hægt að festa pör saman með öryggisnælum nú eða jafnvel með því að þræða þau saman ef fólk nennir og hefur tíma til.
Svo er auðvitað hægt að setja sokka í netapoka, eins og eru notaðir þegar brjóstahaldarar með spöng eru þvegnir, en þá ættu þeir ekki að sleppa í burtu eða týnast.