Flestir þeirra hafa nú fengið bréf frá hinu opinbera þar sem þeim er gert að sanna að þeir séu ekki með tyrkneskan ríkisborgararétt. Austurrísk yfirvöld hafa fundið nöfn 85 Austurríkismanna á tyrkneskum kjörskrám og grunar því að margir séu einnig með tyrkneskan ríkisborgararétt.
Margir eru í mikilli klemmu vegna þessa enda ekki auðvelt fyrir alla að sanna að þeir séu ekki tyrkneskir ríkisborgarar. Í umfjöllun Die Welt um málið er haft eftir Peter Weidisch, lögmanni, að einn skjólstæðinga hans hafi fengið þær upplýsingar hjá tyrkneska sendiráðinu að þar á bæ væri ekki hægt að gera neitt fyrir hann því hann væri ekki Tyrki. Fólk er því lent á milli steins og sleggju í málinu.
Sendiráðið ráðlagði einum Tyrkja að fara til Tyrklands til að afla nauðsynlegra skjala. Það vill hann ekki gera því hann óttast að lenda í fangelsi vegna uppruna síns, hann er Kúrdi, og stjórnmálaþátttöku.