fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Allt mannkynið á ættir að rekja til sama parsins – Gríðarlegar hamfarir útrýmdu næstum því öllum tegundum fyrir 100.000 árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 06:25

DNA-sýni meðhöndlað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir nútímamenn eiga ættir að rekja til pars sem var uppi fyrir um 100.000 til 200.000 árum að sögn vísindamanna. Þeir rannsökuðu erfðalykla fimm milljóna dýra, þar á meðal manna, sem tilheyra 100.000 tegundum og komust að fyrrgreindri niðurstöðu. Þeir segja að mannkynið eigi tilvist sína pari nokkru að þakka sem lifði af miklar hamfarir sem gerðu næstum út af við allt líf á jörðinni.

Þessir erfðalyklar, sem eru bútur af DNA, eru utan á kjarna lifandi fruma. Þeir benda til að það sé ekki aðeins fólk sem kom frá einu pari lifandi vera heldur eigi það við um níu af hverjum tíu dýrategundum.

Vísindamennirnir, Mark Stoeckle og David Thaler, sem stýrðu rannsókninni segja að niðurstöður hennar sýni að nítíu prósent allra dýrategunda, sem eru til í dag, komi frá forfeðrum sem byrjuðu að skila af sér afkvæmum á svipuðum tíma fyrir minna en 250.000 árum. Ef þetta er rétt hjá þeim hljóta ákveðnar efasemdir að vakna um þróun mannkynsins.

Í rannsókninni notuðu vísindamennirnir gögn úr sífellt stækkandi erfðaefnisgagnabönkum heimsins og nýttu sér gögn um þróunarkenningar, þar á meðal þróunarkenningu Darwin.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Human Evolution.

Daily Mail hefur eftir Stoeckla að á tímum þar sem mannkynið er mjög upptekið af muninum á einstaklingum og einstökum hópum væri kannski rétt að eyða meiri tíma í að hugleiða hvernig við líkjumst hvert öðru og öðrum dýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð