AP fréttastofan hefur fengið að sjá útdrátt úr ræðunni og skýrir frá þessu. Þetta er aðeins í annað sinn síðan 2014, þegar Younger tók við stöðu forstjóra MI6, að hann tjáir sig opinberlega. Í ræðunni mun hann að sögn nota sterk orð um það sem hann kallar „eilíf átök“ Rússa við Vesturlönd.
„Hvorki Rússar eða aðrir sem hafa í hyggju að grafa undan samfélagi okkar ættu að vanmeta staðfestu og styrk okkar og bandamanna okkar.“
Mun Younger að sögn segja í dag. Það er eiturefnaárás Rússa rússneska njósnarann Sergej Skripal í Salisbury í mars sem er rót ummæla Younger en þá reyndu Rússar að myrða Sergej sem hafði svikið lit og gengið Bretum á hönd og veitt þeim upplýsingar um rússneska njósnara. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið á bak við árásina en margt bendir til að þeir hafi átt hlut að máli og þykja neitanir þeirra vægast sagt ótrúverðugar.