Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir Jean Skarby, sonardóttur Ruth, að því miður hafi hún haft rétt fyrir sér þegar hún sagði nýlega í viðtali við Ekstra Bladet að hún óttaðist að amma hennar myndi ekki lifa til jóla vegna áverkanna.
Starfsfólk á Hvidovre sjúkrahúsinu gleymdi að setja hliðarslá á rúmi Ruth upp og því datt hún út úr rúminu og endaði á gólfinu en fallið var um einn metri því einnig hafði gleymst að lækka rúmið í hefbundna svefnhæð sem er 60 sm.
Ruth kinnbeinsbrotnaði, brákaði höfuðkúpuna og úlnlið og fór úr axlarlið auk þess sem það brotnaði upp úr mjöðm hennar.
Jean Skarby sagði í samtali við Ekstra Bladet að hún væri vel meðvituð um að amma hennar hafi verið orðin gömul kona en sé þess fullviss að það hafi verið fallið út úr rúminu sem varð henni að bana. Hún segist ætla að fylgja málinu eftir til enda og krefjast þess að amma hennar verði krufin til að dánarorsökin liggi ljós fyrir.