Þetta sagði Ehtan Berkowitz, borgarstjóri í Anchorage í Alaska eftir að jarðskjálfti upp á 7 reið yfir ríkið á föstudaginn. Skjálftinn átti upptök sín um 10 km norðaustan við Anchorage. Í kjölfarið fylgdu fleiri skjálftar og voru þeir orðnir um 230 síðast þegar yfirlit var birt.
Töluvert eignatjón hefur orðið, vegir eru í sundur, raflínur slitnuðu og hús skemmdust eða eyðilögðust að sögn CNN. Íbúum Anchorage er illa brugðið enda um óvenjulega mikla og öfluga skjálfta að ræða. Anchorage er höfuðborg Alaska en um 300.000 manns búa í borginni. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í skjálftunum.
„Þetta hætti bara ekki. Þetta hélt bara stanslaust áfram og varð verra og hlutir hrundu alls staðar niður. Allt í kommóðunum, bókahillunum og eldhússkápunum mínum. Það voru glerbrot út um allt.“
Sagði Kristin Dossett, sem hefur búið í Anchorage í 37 ár, í samtali við CNN.
Skólar í borginni verða lokaðir í dag og á morgun á meðan verið er að kanna skemmdir og umfang þeirra.