fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Dularfullar og hugsanlega hættulegar bakteríur dafna vel í Alþjóðlegu geimstöðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 15:00

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullar og hugsanlega hættulegar bakteríur, kannski einhverskonar geimbakteríur, hafa fundist í Alþjóðlegu geimstöðinni. Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA fundu fimm tegundir baktería, svipuðum þeim sem er að finna á sjúkrahúsum hér á jörðinni, í geimstöðinni. Þessar bakteríur geta borið smit með sér.

Flestar fundust á klósettinu og í líkamsræktaraðstöðu geimfaranna. Vísindamenn segja að 79% líkur séu á að bakteríurnar geti valdið sjúkdómum en hafa þó þann vara á að rannsóknir hafa aðeins verið gerðar á dauðum bakteríum og að niðurstaðan gæti breyst eftir frekari rannsóknir.

Óttast er að sumar þessara baktería geti verið ónæmar fyrir sýklalyfjum og gætu þannig stefnt lífi geimfaranna í hættu þar sem hefðbundnar læknisaðferðir myndu ekki duga. Engin hætta er þó talin steðja að áhöfn geimstöðvarinnar eins og staðan er nú þar sem bakteríurnar séu ekki enn orðnar það skæðar að þær geti haft áhrif á heilsu fólks. Ekki er talið útilokað að þær geti hinsvegar haldið áfram að þróast og orðið hættulegar heilsu fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði