fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Vísindamenn vilja draga fyrir sólina til að draga úr hlýnun jarðar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 13:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Harvard og Yale háskólana telja að grípa þurfi til djarfra og óvenjulegra aðferða í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. Þeir hafa varpað fram þeirri hugmynd að ákveðnum efnum verði sprautað í gufuhvolfið til að draga úr styrk sólargeisla.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu vonist þeir til að hægt verði að hægja á hinni hnattrænu hlýnun um helming. Áætlunin gengur út á að dreifa súlfatögnum í um 20 km hæð í gufuhvolfinu. Þetta segja þeir að sé hægt að gera með sérhönnuðum flugvélum, blöðrum eða einhverskonar fallbyssum. Þessi tækni hefur ekki verið prófuð og ekkert farartæki er til sem gæti nýst við þetta. Vísindamennirnir segja að það ætti hvorki að vera sérstaklega erfitt né dýrt að smíða farartæki sem gæti nýst við þetta.

Þeir telja að það muni kosta um 3,5 milljarða dollara að þróa þetta kerfi á næstu 15 árum. Síðan myndi kostnaðurinn vera um 2,2 milljarðar dollara á ári næstu 15 árin á eftir.

Vísindamennirnir leggja áherslu á að þetta sé aðeins „kenning“ eins og er en segjast hafa viljað setja þetta fram  til að sýna fram á að hægt sé að finna lausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni