fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Vísindamenn vilja draga fyrir sólina til að draga úr hlýnun jarðar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 13:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Harvard og Yale háskólana telja að grípa þurfi til djarfra og óvenjulegra aðferða í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. Þeir hafa varpað fram þeirri hugmynd að ákveðnum efnum verði sprautað í gufuhvolfið til að draga úr styrk sólargeisla.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu vonist þeir til að hægt verði að hægja á hinni hnattrænu hlýnun um helming. Áætlunin gengur út á að dreifa súlfatögnum í um 20 km hæð í gufuhvolfinu. Þetta segja þeir að sé hægt að gera með sérhönnuðum flugvélum, blöðrum eða einhverskonar fallbyssum. Þessi tækni hefur ekki verið prófuð og ekkert farartæki er til sem gæti nýst við þetta. Vísindamennirnir segja að það ætti hvorki að vera sérstaklega erfitt né dýrt að smíða farartæki sem gæti nýst við þetta.

Þeir telja að það muni kosta um 3,5 milljarða dollara að þróa þetta kerfi á næstu 15 árum. Síðan myndi kostnaðurinn vera um 2,2 milljarðar dollara á ári næstu 15 árin á eftir.

Vísindamennirnir leggja áherslu á að þetta sé aðeins „kenning“ eins og er en segjast hafa viljað setja þetta fram  til að sýna fram á að hægt sé að finna lausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú