Í tilkynningu frá WMO kemur fram að ef ríki heims nota allar þekktar birgðir jarðefnaeldsneytis muni meðalhitinn hækka enn meira.
WMO kynnti nýja skýrslu um stöðu loftslagsmála í gær í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP24 sem hefst í Pólandi á sunnudaginn. Stofnunin bendir á að frá því að hitamælingar hófust um miðja nítjándu öldina hafi tuttugu hlýjustu árin verið á síðustu 22 árum. 2015, 2016, 2017 og 2018 verma toppsætin fjögur.
Aðalritari WMO segir að það sé rétt að hafa í huga að við séum fyrsta kynslóðin sem skilur loftslagsbreytingarnar að fullu en um leið erum við síðasta kynslóðin sem getur gert eitthvað í málunum.
Hvað varðar horfurnar á næsta ári er útlitið ekki betra. 75-80 prósent líkur eru á að veðurfyrirbrigðið El Nino hefjist á næstu þremur mánuðum en það hefur í för með sér þurrka og dregur úr getu skóga til að taka CO2 í sig. Ef El Nino verður að veruleika á næsta ári verður 2019 enn hlýrra en 2018 að sögn WMO.