Fréttablaðið skýrir frá málarekstrinum í dag. Söngvarinn Josh Groban gerði lagið You Raise Me Up heimsfrægt 2003 en síðan hefur það komið út í rúmlega 2.000 útgáfum. Eins og raunin er með Söknuð Jóhanns Helgasonar þá er You Raise Me Up mikið leikið við jarðarfarir, minningarathafnir og á stórviðburðum.
Jóhann krefst þess að honum verði dæmdar allar þær tekjur sem Lovland og fleiri hafa haft af You Raise Me Up. Meðal hinna stefndu eru útgáfurisarnir Universal Music og Warner Music Group og efnisveiturnar Spotify og iTunes.
Fréttablaðið hefur eftir Jóhanni að búast megi við harðri mótspyrnu hinna stefndu enda eru miklir hagsmunir undir.
„Það er eðlislægt þeim sem sölsa undir sig eigur annarra að vilja síður skila þeim, það á ekki síst við um eigur sem skapa verðmæti.“
Hefur Fréttablaðið eftir Jóhanni.
Michael Machat, lögmaður Jóhanns, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann telji Jóhann eiga góða sigurmöguleika í þessu máli. Líkindi laganna séu svo mikil fyrir hinum almenna hlustanda að kviðdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að Lofland hafi nýtt sér Söknuð þegar hann samdi You Raise Me Up.
En hvað finnst lesendum eru lögin keimlík? Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þau bæði.