Hertaka skipanna sýndi mátt Rússa á Svartahafi og nærliggjandi hafsvæðum. En spurningin sem margir spyrja sig nú er hvort hertakan hafi aðeins verið einn liður í ráðagerðum Vladimír Pútíns, Rússlandsforseta, um að ráðast inn í Úkraínu. Rússar hafa stutt uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu með ráðum og dáð á undanförnum árum en þar hafa átök staðið yfir í tæp fimm ár. Rúmlega 10.000 manns hafa látið lífið í þeim. Þá hertóku Rússar Krímskaga 2014 og innlimuðu í Rússland.
Jótlandspósturinn hefur eftir Oleksej Melnyk, úkraínskum hernaðarsérfræðingi, að hann telji 90 prósent líkur á að Rússar ráðist ekki inn í Úkraínu. Hann sagðist ekki sjá að Rússar sjá sér neinn hag í innrás núna en þegar Pútín eigi í hlut sé ekki hægt að útiloka neitt. Hann hafi á undanförnum árum tekið margar ákvarðanir sem hafi ekki þjónað hagsmunum Rússlands.
„Innrás yrði mjög dýrkeypt, bæði í mannslífum talið og með algjörri einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi. En Pútín er svo óútreiknanlegur að allt getur gerst.“
Sagði Melnyk.