Geimfarið hefur nú breitt úr sólarsellum sínum og þær virka eins og þær eiga að gera. Geimfarið getur því hlaðið rafhlöður sínar. Með skilaboðunum um þetta fylgdi myndin, sem er hér að ofan, en hún var tekin með Oddysey-myndavél geimfarsins. Geimfarið á síðan að hefja störf á morgun en þá verða hin ýmsu vísindatæki þess tekin í gagnið. En það gerist ekki hratt og rannsóknirnar hefjast ekki af fullum krafti samstundis. Það munu líða tveir til þrír mánuðir þar til allt verður komið í fullan gang.
Sólarsellurnar eru 2,2 metrar á breidd og skila 600 til 700 vöttum á góðum degi. Það er ekki mikið en sólarljósið er dauft á Mars og því er ekki meira að hafa en þetta nægir til að hægt sé að nota öll tæki geimfarsins.
Í fyrstu verður sá vélmennaarmur, sem myndavélin situr á, tekinn í notkun og myndir verða teknar af nánasta umhverfi til að hægt sé að finna réttu staðina til að staðsetja þau mikilvægu tæki sem eru um borð. Það er því lítið annað hægt að gera en að sýna þolinmæði og bíða eftir að geimfarið geti tekið til starfa af fullum krafti.