fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

InSight lenti heilu og höldnu á Mars – Fyrsta myndin er komin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 04:53

Fyrsta myndin frá InSight. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi, að íslenskum tíma, bárust boð frá InSight geimfari bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til höfuðstöðvanna á jörðu niðri um að geimfarið væri lent heilu og höldnu. Einnig sendi geimfarið mynd til jarðar. Óhætt er að segja að mikill fögnuður hafi gripið um sig í höfuðstöðvum NASA og líklegast víðar við þessi tíðindi. Ferðin var áhættusöm frá upphafi til enda en geimfarinu var skotið á loft fyrir rúmlega hálfu ári síðan. Það lagði miklar vegalengdir að baki og þurfti að þola allt að 1.500 gráðu hita áður en það lenti mjúklega á Rauðu plánetunni.

Fram að lendingu InSight höfðu tæplega 60 prósent lendinga á Mars misheppnast. Árangur NASA var þó betri því átta af þeim níu geimförum sem stofnunin hafði sent til Mars höfðu lent heilu og höldnu. Í lendingarferlinu hafði InSight sex mínútur til að hægja á sér úr um 19.800 km/klst niður í um 8 km/klst. Allt var þetta tölvustýrt en tölva geimfarsins var forrituð til að sjá um þetta.

Nú er beðið eftir því að ryk, sem þyrlaðist upp við lendinguna, setjist svo geimfarið geti hafið störf. Það er sólarknúið og ætti því að hafa næga orku til að sinna þeim rannsóknum sem því er ætlað að sinna. Hjá NASA gátu menn þó ekki beðið eftir því að rykið settist alveg og létu InSight taka meðfylgjandi mynd skömmu eftir lendinguna. Á henni má sjá sjóndeildarhring Mars en ryk setur svip sinn á myndina.

Teikning listamanns af InSight á Mars. Mynd:NASA

Næsta verkefni NASA varðandi Mars er langt komið en 2020 á nýr Marsbíll að lenda á uppþornuðum hafsbotni á plánetunni til að leita að örverum, lifandi eða dauðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm