fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Íslenskur kaupsýslumaður handtekinn í Frakklandi – Grunaður um umfangsmikil fjársvik

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur kaupsýslumaður var nýlega handtekinn í Brest í Frakklandi en hann hafði verið eftirlýstur á alþjóðavettvangi fyrir sænsku lögregluna. Maðurinn er grunaður um umfangsmikla fjársvikastarfsemi en hann er sagður hafa svikið milljónir sænskra króna út úr fólki í Borås, Rävlanda og Gautaborg 2007 og 2008.

Gautaborgarpósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að um 56 mál sé að ræða á fyrrgreindum stöðum. Auk þeirra eru einnig mál í Finnlandi og víðar í Svíþjóð. Maðurinn er sagður hafa blekkt fólk til að leggja 14 milljónir sænskra króna í fyrirtæki hans sem átti að hans sögn að stunda gjaldeyrisviðskipti. 54 af þessum málum er sögð fyrnd því brot af þessu tagi fyrnast á 10 árum í Svíþjóð.

Samkvæmt frétt Gautaborgarpóstsins fékk maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fólk til að leggja fé í fyrirtæki hans sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti. Peningarnir áttu að vera bundnir í eitt ár en síðan átti að greiða þá út ásamt hagnaði. Sumir viðskiptavina hans telja sig hafa verið svikna um milljónir.

Einn af fjárfestunum er sagður vera þekktur kaupsýslumaður sem hafi gefið viðskiptunum trúverðugleika og laðað aðra að.  Haft er eftir Mats Sällström, saksóknara, sem stýrir rannsókn málsins að fórnarlömbin hafi komist í kynni við kaupsýslumanninn í gegnum vini og kunningja sem höfðu staðið í viðskiptum með honum.

Rannsókn málsins hófst 2010 eftir að Stokkhólmsbúi hafði árangurslaust reynt að fá peninga sína aftur. Í upphafi var rannsókn málsins unnin í náinni samvinnu lögreglunnar í Svíþjóð, Kýpur, Bretlandi, Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Frá 2015 hefur sænska lögreglan stýrt rannsókninni en áður var það breska lögreglan sem stýrði henni. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á síðasta ári að honum fjarstöddum.

Gautaborgarpósturinn hefur eftir lögmanni mannsins að hann neiti sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti