Gautaborgarpósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að um 56 mál sé að ræða á fyrrgreindum stöðum. Auk þeirra eru einnig mál í Finnlandi og víðar í Svíþjóð. Maðurinn er sagður hafa blekkt fólk til að leggja 14 milljónir sænskra króna í fyrirtæki hans sem átti að hans sögn að stunda gjaldeyrisviðskipti. 54 af þessum málum er sögð fyrnd því brot af þessu tagi fyrnast á 10 árum í Svíþjóð.
Samkvæmt frétt Gautaborgarpóstsins fékk maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fólk til að leggja fé í fyrirtæki hans sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti. Peningarnir áttu að vera bundnir í eitt ár en síðan átti að greiða þá út ásamt hagnaði. Sumir viðskiptavina hans telja sig hafa verið svikna um milljónir.
Einn af fjárfestunum er sagður vera þekktur kaupsýslumaður sem hafi gefið viðskiptunum trúverðugleika og laðað aðra að. Haft er eftir Mats Sällström, saksóknara, sem stýrir rannsókn málsins að fórnarlömbin hafi komist í kynni við kaupsýslumanninn í gegnum vini og kunningja sem höfðu staðið í viðskiptum með honum.
Rannsókn málsins hófst 2010 eftir að Stokkhólmsbúi hafði árangurslaust reynt að fá peninga sína aftur. Í upphafi var rannsókn málsins unnin í náinni samvinnu lögreglunnar í Svíþjóð, Kýpur, Bretlandi, Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Frá 2015 hefur sænska lögreglan stýrt rannsókninni en áður var það breska lögreglan sem stýrði henni. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á síðasta ári að honum fjarstöddum.
Gautaborgarpósturinn hefur eftir lögmanni mannsins að hann neiti sök.