Sky segir að mörg hundruð innflytjendur hafi gert atlögu að landamærunum við Tijuana og Kaliforníu í gær til að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að hlýða á mál þeirra og taka hælisumsóknir þeirra til greina. Mexíkóskir lögreglumenn náðu síðan stjórn á ástandinu.
Mexíkósk stjórnvöld segjast ekki ætla að senda herinn að landamærunum til að hafa stjórn á mörg þúsund innflytjendum sem þar hafa safnast saman í þeirri von að þeir geti komist til Bandaríkjanna.
Bandaríkjamenn lokuðu öllum löglegum leiðum yfir landamærin í framhaldi af þessu. Slíkar lokanir hafa víðtæk áhrif því tugir þúsunda Mexíkóa sækja vinnu í Bandaríkjunum og fara daglega yfir landamærin til vinnu sinnar. Þá treysta bandarískir vinnuveitendur á þá og því koma lokanir sem þessar sér mjög illa beggja meginn landamæranna.