fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Anna sveik tvo milljarða út úr félagsmálaráðuneytinu – Tengdasonur hennar stundar einnig svikastarfsemi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 06:18

Anna Britta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust var skýrt frá því að Anna Britta Nielsen hefði dregið sér sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna úr sjóðum danska félagsmálaráðuneytisins. Fjárdrátturinn stóð yfir árum saman en féð tók hún úr sjóðum sem eru ætlaðir þeim allra verst settu í samfélaginu. Eins og DV skýrði frá í byrjun nóvember var Anna Britta handtekin í Suður-Afríku en hún hafði látið sig hverfa úr landi áður en upp komst um fjárdráttinn. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku en rannsókn málsins stendur enn yfir. Í gær skýrðu danskir fjölmiðlar frá því að tengdasonur hennar virðist vera á sömu línu og Anna og stundi svikastarfsemi.

BT segir að Kian Omid Mirzada, sem er kvæntur Karina Jamilla Hayat, dóttur Anna Britta, reki fyrirtæki sem heitir eða hafi heitið Inventar Invest. Fyrirtækið hafi meðal annars svikið eiganda kráar á Suður-Jótlandi. Hann pantaði eldhústæki fyrir sem svarar til rúmlega 100.000 íslenskra króna hjá fyrirtækinu á heimasíðu þess. Tækið fékk hann aldrei og hann telur peningana vera glataða. Búið er að loka heimasíðunni.

BT segir að Mirzada reki svikafyrirtækið sem hafi nú skipt um nafn og sé staðsett í Hvidovre. Nú er það skráð sem verktakafyrirtæki í byggingaiðnaði. Áður en það skipti um nafn seldi það eldhúsbúnað til veitingastaða. Inventar Invest leigði sýningarsal í Hvidovre af öðru fyrirtæki en Mirzada lét sig hverfa þaðan í sumar og skildi eftir sig ógreidda reikninga vegna leigu.

BT reyndi að ná sambandi við Mirzada en hann vildi greinilega ekki ræða við blaðamenn og lét ekki ná í sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga