BT segir að Kian Omid Mirzada, sem er kvæntur Karina Jamilla Hayat, dóttur Anna Britta, reki fyrirtæki sem heitir eða hafi heitið Inventar Invest. Fyrirtækið hafi meðal annars svikið eiganda kráar á Suður-Jótlandi. Hann pantaði eldhústæki fyrir sem svarar til rúmlega 100.000 íslenskra króna hjá fyrirtækinu á heimasíðu þess. Tækið fékk hann aldrei og hann telur peningana vera glataða. Búið er að loka heimasíðunni.
BT segir að Mirzada reki svikafyrirtækið sem hafi nú skipt um nafn og sé staðsett í Hvidovre. Nú er það skráð sem verktakafyrirtæki í byggingaiðnaði. Áður en það skipti um nafn seldi það eldhúsbúnað til veitingastaða. Inventar Invest leigði sýningarsal í Hvidovre af öðru fyrirtæki en Mirzada lét sig hverfa þaðan í sumar og skildi eftir sig ógreidda reikninga vegna leigu.
BT reyndi að ná sambandi við Mirzada en hann vildi greinilega ekki ræða við blaðamenn og lét ekki ná í sig.