fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þingmenn repúblikana krefjast refsiaðgerða gegn Sádí-Arabíu vegna morðsins á Khashoggi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 09:42

Jamal Khashoggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að grípa til refsiaðgerða gegn Sádí-Arabíu vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Trump segist ekki ætla að stefna viðskiptahagsmunum Bandaríkjanna í hættu með slíkum aðgerðum því þá komi Kínverjar eða Rússar og hirði viðskiptin af Bandaríkjunum.

Ekki eru allir þingmenn repúblikana sáttir við þetta og krefjast þess að Sádi-Aröbum verði refsað. Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur komist að þeirri niðurstöður að það hafi verið sjálfur krónprins Sádi-Arabíu sem gaf fyrirmæli um morðið.

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, er að jafnaði dyggur stuðningsmaður Trump en í þessu máli er hann á öndverðum meiði við forsetann. Graham segist telja að í báðum deildum þingsins sé stuðningur við að beita Sádi-Arabíu „alvarlegum refsiaðgerðum“ og þar á meðal aðgerðum sem beinist beint gegn meðlimum konungsfjölskyldunnar.

Nokkrir þingmenn demókrata og repúblikana hafa sent Trump beiðni um að láta rannsaka morðið á Khashoggi á nýjan leik. Þeir vilja að rannsóknin beinist að hvort krónprinsinn beri ábyrgð á „morði, pyntingum eða öðrum alvarlegum brotum“ á mannréttindum. Samkvæmt Magnitsky-lögunum svokölluðu hefur forsetinn 120 daga til að bregðast við beiðninni að sögn BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út