fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Lögreglumaður segir að Madeleine McCann sé hugsanlega á lífi og sé haldið fanginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 07:11

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madeleine McCann (Maddie) hefur „enga hugmynd“ um hver hún er og hún er hugsanlega enn í Portúgal. Ekki er útilokað að henni sé haldið fanginni í dýflissu. Þetta segir David Edgar, lögreglufulltrúi á eftirlaunum, en hann vann að rannsókn málsins til 2011.

Þetta kemur fram í viðtali The Sun við hann. Haft er eftir Edgar að hann sé sannfærður um að hópur barnaníðinga hafi numið Maddie á brott.

„Henni er líklega haldið fanginni, hugsanlega í neðanjarðarrými eða dýflissu og hún gæti komið fram í dagsljósið hvenær sem er.“

Sagði Edgar. Hann telur hugsanlegt að hún sé enn í Portúgal og noti þá rangt nafn.

Í síðust viku var tilkynnt að Lundúnalögreglan fái aukafjárveitingu til að halda rannsókninni á hvarfi Maddie áfram. Lögreglan rannsakar nú tvær slóðir sem vísbendingar hafa borist um. Edgar telur að þetta séu hugsanlega gamlar slóðir sem muni ekki leiða lögregluna neitt áfram við rannsókn málsins. Edgar starfaði við rannsókn málsins í þrjú ár á vegum foreldra Maddie eftir að hann lét af störfum sem lögreglumaður.

„Ég hef alltaf talið að hver sá sem ber ábyrgð á þessu hafi trúað einhverjum fyrir því. Það gera þeir venjulega og það er mjög sjaldgæft að það gerist ekki, oft líða mörg ár þar til það gerist. Nú erum við að nálgast tólfta árið en það er mikilvægur tímapunktur. Ég held að hún geti enn verið á lífi og að einhver hylmi yfir þá sem rændu henni. Einhver veit hvað gerðist og það er kominn tími til að þeir gefi sig fram.“

Edgar segist telja hugsanlegt að Maddie, ef hún er enn á lífi, dvelji hjá þeim sem rændi henni í leynilegu neðanjarðarrými fjarri Algarve þar sem henni var rænt.

„Hún gæti í raun verið hvar sem er í heiminum en mitt hugboð er að hún sé í Portúgal. Það eru litlar líkur á að henni hafi verið smyglað út úr landinu án þess að einhver uppgötvaði það.“

„Einhver í Portúgal veit hvar hún er og hvað gerðist. Á meðan ekkert lík finnst, þá er von. Allir vonast til að niðurstaðan verði jákvæð og Kate og Gerry (foreldrar Maddie, innskot blaðamanns) munu aldrei gefast upp, ekki einu sinni þótt peningana þrjóti. Ég vona að þau fái svarið sem þau hafa beðið svo lengi eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“